Fréttir

Skotdeild | 24. mars 2021

Hertar aðgerðir stjórnvalda

Tilkynnt hefur verið um hertar sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti 24. mars og gilda í 3 vikur.  Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.  Því tökum við lengra páskafrí en venjulegra og munu allar skipulagðar æfingar og keppni falla niður frá og með 25.mars. 

Þar sem við teljum að við séum ekki í stakk búin til að framfylgja fjöldatakmörkunum né tryggja að farið sé að sóttvörnum verðum við líkt og áður að setja í lás og bíðum þetta af okkur. Saman getum við þetta og komumst í gegnum þetta. Hlökkum til eftir 3 vikur.

Af vef Stjórnarráðsins:

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun verður stöðvuð. Ákvörðun heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir byggist á tillögum sóttvarnalæknis um að grípa tafarlaust til ráðstafana vegna hópsýkinga innanlands að undanförnu til að sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Hertar reglur munu gilda í 3 vikur.

Nándarregla verður áfram 2 metrar og reglur um grímuskyldu óbreyttar. Sem fyrr verða börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu en falla undir fjölda- og nálægðartakmarkanir. Börn í leikskólum eru undanþegin 2 metra reglunni og fjöldatakmörkunum.

Á meðal reglna sem taka gildi á miðnætti 24. mars (af vef Stjórnarráðsins):

  • Almennar fjöldatakmarkanir 10 manns og ná til allra sem fæddir eru 2014 eða fyrr.
  • Sund- og baðstaðir lokaðir.
  • Heilsu- og líkamsræktarstöðvar lokaðar.
  • Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.

Kær kveðja stjórn Skotdeildar Keflavíkur

 

Myndasafn